Deprecated: Function set_magic_quotes_runtime() is deprecated in /home/sveitabrudkaup/sveitabrudkaup.is/textpattern/lib/txplib_db.php on line 14
Sveitabrúðkaup: Um myndina |

Um myndina

Sveitabrúðkaup er ný íslensk kvikmynd í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur og er frumraun hennar sem leikstjóra auk þess að vera farsælt dæmi um óhefðbundna kvikmyndagerð.

Gerð myndarinnar er óhefðbundin að því leyti að einungis var stuðst við hugmynd, persónur, söguþráð og umgjörð Valdísar en þróun persóna var í höndum leikara. Á skömmu æfingatímabili hittust leikarar og æfðu persónur sínar í stað einstakra atriða í myndinni. Einnig áttu persónurnar sér leyndarmál sem ekki mátti ljóstra upp fyrr en í tökum.

Kvikmyndin var tekin upp á sjö dögum í Reykjavík, Hvalfirði, Kolbeinsstaðahreppi og á
Snæfellsnesi með sjö tökumönnum og telst það með öllu óvanalegt – en reyndur og þrautæfður hópur leikara átti ekki í neinum erfiðleikum með að glæða myndina lífi.

Sveitabrúðkaup er 95 mínútur að lengd og verður frumsýnd 28. ágúst 2008.