Deprecated: Function set_magic_quotes_runtime() is deprecated in /home/sveitabrudkaup/sveitabrudkaup.is/textpattern/lib/txplib_db.php on line 14
Sveitabrúðkaup: Atli

Atli

er tveimur árum eldri en Inga, fæddur 1976. Atli hefur alltaf haldið verndarhendi yfir Ingu litlu systur. Eiginlega má segja að hún hafi verið ofvernduð af stóra bróður. Ef eitthvað var gert á hluta hennar var Atli mættur tilað jafna reikningana og ferðir á slysavarðstofuna fylgdu oftast í kjölfarið. Hann átti heimsóknarmetið í hverfinu á slysó og fékk viðurnefnið Atli plástur fyrir vikið. Foreldrar hans voru í sérstökum afsláttarreikningi á sama stað. Ingu fannst þetta alveg ágætis fyrirkomulag og nýtti sér vernd stóra bróður tilað auka vald sitt. Ef hún fékk ekki vilja sínum framgengt í leikjum var viðkvæðið: ef þú gerir ekki einsog ég segi þér, þá læt ég Atla bróðir lemja þig.

Atli hætti ekkert að vernda systur sína þótt þau kæmust á unglingsár, tvítugsaldur og síðan á þrítugsaldur. Hlutverkið breyttist bara. Hann fylgdist með hverja hún hitti og með hverjum hún var með. Þegar Inga hitti Barða, óð Atli ekkert í skýjunum af hrifningu og álit hans á væntanlegum mági sínum og tilvonandi eiginmanni litlu systur hefur ekki tekið stökkbreytingum þessi þrjú ár sem þau hafa búið saman. Hann skilur ekki hvað í ósköpunum Inga sér við þennan gaur.

Atli er lögfræðingur og fyrirtækið sem hann vinnur hjá hefur boðið honum að gerast meðeigandi og hann er að hugsa málið. Atla dreymir um að verða réttarlögfræðingur svona einsog Shark en hann – Atli alltso, hefur mest fengist við skilnaðarmál og er mjög fær.

Atli er skilinn. Sólveig og hann slitu samvistir eftir þriggja ára reynslutíma einsog hann kallaði sambandið þar sem ekki varð úr giftingu og er því milli kvenna. Atli telur að skilnaður þeirra Sólveigar hafi fært honum þá reynslu sem hann þurfti tilað verða góður skilnaðarlögfræðingur en Sólveig pakkaði niður og lét sig hverfa eina helgi á meðan Atli sat á árbakkanum og horfði á pabba sinn og Ingu útí miðri Eystri-Rangá. Atli missir ekki af CSI, Shark og Law and Order.


Hinir:
Svanur
Inga
Tommi
Imba