Deprecated: Function set_magic_quotes_runtime() is deprecated in /home/sveitabrudkaup/sveitabrudkaup.is/textpattern/lib/txplib_db.php on line 14
Sveitabrúðkaup: Svanur

Svanur

er fæddur og uppalinn í Reykjavík, nánar tiltekið í Vogunum. Móðir hans var einstæð og hann einbirni og uppáhald enda eina barnabarnið í báðum ættum. Honum gekk illa í skóla og kenndi um lesblindu en kláraði grunnskólann. Hann reyndi fyrir sér í Iðnskólanum, fór þaðan í Versló en féll á fyrsta ári í bókhaldi og ensku. Hann bjó heima hjá mömmu þar til skólagöngu lauk en þá flutti hann í litla íbúð á Grettisgötunni og starfrækti pizzuvagn í miðbænum sem var opinn á næturnar – kannski aðallega til þess að ná sér í stelpur.

Svanur er með ógrynni af bissnesshugmyndum og hefur framkvæmt þó nokkrar þeirra sem annaðhvort fóru fljótlega í vaskinn eða á hausinn en Svanur hefur óbilandi trú á sjálfum sér sem bissnessmanni og eftir að hann kynntist Imbu hefur sjálfstraust hans vaxið í allar áttir.

Svanur eyðir miklum tíma og peningum á í-bei og á það tilað kaupa lesblindandi eitt og annað sem reynist oftar en ekki alls ekki það sem hann hélt hann væri að kaupa. Hann stundar líka uppboð hjá Tollinum og kaupir oft óskoðaða pappakassa fyrir skít á priki í þeirri von að í þeim leynist auðfenginn endursölugróði.

Hann á þrjú börn með þremur konum en hefur ekki verið í neinum alvöru samböndum fyrren hann hitti Imbu í meðferðinni fyrir 4 árum. Svanur er ekkert nema hjálpsemin og vill allt fyrir alla gera. Hann er ennþá með móral yfir því að hafa gleymt að gefa kettinum hennar Imbu túnfiskinn áður en þau skruppu í heimsókn til mömmu hans á Heilsuhælið í Hveragerði fyrir tveimur árum. Svanur hafði gefið mömmu sinni vikudvöl í 75 ára afmælisgjöf en gamla konan hafði óskað sér vikuferðar til Mallorka. Uppáhaldslesefni Svans eru teiknimyndasögur og þá helst með engum texta.


Hinir:
Atli
Inga
Tommi
Imba