Deprecated: Function set_magic_quotes_runtime() is deprecated in /home/sveitabrudkaup/sveitabrudkaup.is/textpattern/lib/txplib_db.php on line 14
Sveitabrúðkaup: Tónlistin í höndum The Tiger Lillies

Tónlistin í höndum The Tiger Lillies - 12/08/08

Þann 28.ágúst verður kvikmyndin Sveitabrúðkaup eftir Valdísi Óskarsdóttur frumsýnd. Myndin skartar mörgum af þekktustu leikurum þjóðarinnar en þetta er frumraun Valdísar sem leikstjóra. Stórsveitin The Tiger Lillies sér um tónlistina í kvikmyndinni.

The Tiger Lillies er nokkuð stórt nafn og hefur mikið verið að semja tónlist fyrir leikhús í gegnum tíðina. Sveitin var stofnuð árið 1989 og hefur mjög sérstakan hljóm sem vakið hefur verðskuldaða athygli. The Tiger Lillies byrjaði eins og flestar hljómsveitir að spila á litlum pöbbum en hefur það meðal annars á afrekaskrá sinni að hafa komið fram í hinu víðfræga Óperuhúsi í Sidney.

Sveitin hlaut hin eftirsóttu Oliver verðlaun fyrir söngleikinn „Shockheaded Peter” og voru einnig tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir plötuna, „The Gorey End”.

Á nítján ára ferli sínum hefur hljómsveitin gefið út 21 plötu, tekið þátt í mörgum uppákomum og spilað út um allan heim.

Nánar hér