Deprecated: Function set_magic_quotes_runtime() is deprecated in /home/sveitabrudkaup/sveitabrudkaup.is/textpattern/lib/txplib_db.php on line 14
Sveitabrúðkaup: Sveitabrúðkaup frumsýnd í Toranto

Sveitabrúðkaup frumsýnd í Toranto - 18/09/08

Sveitabrúðkaup var frumsýnd fyrir skömmu á kvikmyndahátíðinni í Toranto fyrir fullu húsi gesta þar sem var klappað og stappað til skiptið að henni lokinni. Valdís, ásamt ellefu manna föruneyti leikara og framleiðenda fylgdu myndinni út og vöktu mikla athygli meðal áhorfenda þegar þau mættu á sýninguna í íslenskum lopapeysum.

,,Frumsýningin gekk glæsilega fyrir sig og var klappað og stappað í gríð og erg. Áhorfendur ráku upp stór augu þegar við mættum í íslenskum lopapeysum, eða eins og hópur galvaskra víkinga” sagði Hreinn Beck, framleiðandi myndarinnar.

Að sýningu lokinni svaraði Valdís spurningum úr salnum við góðar undirteknir áhorfenda og var m.a. spurt út í framleiðslu myndarinnar, en myndin var tekin upp á 7 dögum. Einnig var spurt um tónlist myndarinnar sem er í höndum hljómsveitarinnar The Tiger Lillies.

Hægt er að hlusta á spurt og svarað með aðstandendum hér